McLouis á Íslandi, þinn umboðs- og þjónustuaðili

Við höfum verið umboðaðili McLouis, Elnagh og Mobilvetta í meira en áratug. Reynslan okkar byggir á bílaleigunni Camper Iceland sem skipti yfir til McLouis á árinu 2007 og hefur notað það síðan. Aðstæður á Íslandi hafa vakið athygli meðal framleiðanda merkja okkar. Á árlegum viðburði gefum við ýtarlegar skýrslur sem leiða til styrkingar á vörunni. Verkstæðið okkar hefur 7.000Kg lyftu ásamt öllum þeim búnaði sem þarf til að viðhalda húsbílum.

Langar þig í nýjan eða notaðan húsbíl

Við bjóðum bæði upp á nýja húsbíla eða sérpöntum eftir þörfum. Skoðaðu húsbíl hjá okkur og leyfðu okkur að mæla með ákveðnum útfærslum. Að sjálfsögðu er best að sérpanta bíl með gerð, innréttingu, hestöflafjölda og margt fleira í huga. Ef þú vilt frekar fá bílinn strax flytjum við regluega inn tæki eftir þörfum.

Við höfum aðgang að yfir 40 notuðum húsbílum sem voru innfluttir fyrir íslenskar aðstæður. Hafðu samband og skoðaðu glæsilegan húsbíl.

Verkstæði og þjónusta

Fátt kemur þaulreyndum tæknimönnum okkar á óvart. Verkstæðið okkar sér um þig hvort sem þú hefur keypt húsbílinn hjá okkur eða átt þegar húsbíl. Ef þér finnst eitthvað ama að tæki þínu er tilvalið að láta fagmann líta á hann. Öflugir tæknimenn okkar hafa aðgang að kerfum framleiðanda og með aðstoð verksmiðjunnar finna þeir varahluti og úrlausnir.

Þjónustuskoðanir

Til að halda ábyrgðinni verður að fylgja reglulegum skoðunum eftir og skrá það í kerfi framleiðanda. Fyrirbyggjandi viðhald er jafn nauðsynlegt og tryggur öryggi húsbílsins. Við mælum með reglulegum viðhaldsskoðunum skv. þjónustubók framleiðanda.